top of page

VIÐ BJÓÐUM UPP Á FJÖLÞÆTTA RÁÐGJÖF FYRIR FYRIRTÆKI Í MARKAÐSMÁLUM, STEFNUMÓTUN, BREYTINGASTJÓRNUN, VERKEFNASTJÓRNUN SEM OG STJÓRNUN & SKIPULAGI

ÁVINNINGUR AF RÁÐGJÖF OKKAR?
RÁÐGJAFINN
MEÐMÆLI
HAFÐU SAMBAND
DAGNÝ H. JÓHANNSDÓTTIR
MBA Í STJÓRNUN, AP GRÁÐA Í MARKAÐSFRÆÐUM

Mikilvægasta auðlind ráðgjafa er víðtæk reynsla og þekking á sínu sviði, til að miðla af. Dagný hefur langa reynslu af stjórnun, stefnumótun, rekstri og markaðsmálum, bæði hér heima og erlendis.

 

Dagný hefur starfað m.a. sem framkvæmdastjóri kynningasviðs Fagkynningar ehf og sem deildarstjóri markaðs & sölu hjá Hreyfingu heilsulind. Síðastliðin ár hefur hún numið og starfað í Danmörku, nú síðast sem markaðsstjóri IBA International Business Academy. Þá hefur hún verið stundakennari á háskólastigi í stjórnun og skipulagi (organisational theory). Í dag gegnir hún stöðu framkvæmdastjóra Aðstoðarmaður.is.

 

Dagný er með MBA gráðu í stjórnun frá Coventry University Business School í Bretlandi sem og AP gráðu í markaðsfræðum og hagfræði frá IBA International Business Academy í Danmörku. Í námi hefur hún m.a. sérhæft sig í markaðsmálum, með áherslu á stefnumótun fyrirtækja í notkun samfélagsmiðla í markaðsstarfinu sem og stefnumótun og breytingastjórnun fyrirtækja almennt.

 

Þá hefur Dagný sótt námskeið af ýmsum toga. Meðal annara:

 

  • Building practical skills for leading others - Margaret Andrews, associate dean for management programmes at Harvard University - Endurmenntun HÍ (2014)

  • Content Marketing - IBC Kursus, Kolding, Danmörk (2013)

  • Copenhagen Social Media Week - Kaupmannahöfn, Danmörk (2013)

  • Social media - European Association for International Education EAIE (2011)

  • Facebook strategy - IBC Kursus, Kolding, Danmörk (2010)

  • Dale Carnegie - hraðnámskeið - Dale Carnegie á Íslandi (2005)

  • Strategy to Achieve Success in Your Business and Personal Life - Brian Tracy - (2001)

  • Fjármál og rekstur - Viðskipta og Tölvuskólinn (2000)

 

Kappsmál

Í námi og starfi hefur hún tekist á við verkefnin sem áskorun um að gera gott betur. Hefur hún verið óhrædd við að "take the extra mile" við að innleiða breytingar eða endurskilgreina vinnulag og verkferla. Þá hefur hún komið að stefnumótun og uppbyggingu nýrra fyrirtækja og átt stóran þátt í stefnumótun og uppbyggingu þeirra. Sem markaðsstjóri hefur Dagný leitt herferðir á alþjóðavísu með góðum árangri. Þá hefur hún þekkingu og reynslu af  samskiptum í ýmsum löndum og þar með mismunandi menningarheimum.



Sem persóna er hún áreiðanleg, traust, drífandi, lausnamiðuð og árangurdrifin.



 

Hér eru nokkur ummæli frá viðskiptavinum og fólki sem hefur reynslu af því að vinna með Dagný.

 

"Dagny H. Johannsdottir’s work impressed me on multiple levels. We hired her, among other, to do the buildup of our social media pages and couldn’t be happier. Dagny brought forward beautiful design ideas in a timely manner with excellent communication skills. Her best qualities are enthusiasm, friendliness and professionalism. I recommend Dagny H. Johannsdottir without hesitation."

Albert G. Elam, Assistant Professor, IBA International Business Academy

 

 

 

  • fagleg ráðgjöf byggða á reynslu og þekkingu á ýmsum sviðum stjórnunar, markaðsmála og rekstrar

  • ný og fersk sýn á verkefnið / vandamálið

  • gagnrýnin nálgun sem miðar að því að rýna í hlutina til gagns se

  • eldmóður og drifkraftur í verkefni sem hafa jafnvel setið á hakanum í

  • aukinn tími til að sinna lykilþáttum starfsemi þinni

 

Með því að fá ráðgjöf hjá  SVART  Á HVÍTU færðu hagnýt ráð og eftirfylgni á þeim verkefnum sem við tökum að okkur. Það sparar bæði tíma og peninga og skapar um leið aukinn fókus á þeim sviðum rekstrarins sem þú óskar eftir aðstoð við.

Your details were sent successfully!

bottom of page